Rafíþróttaklúbburinn C3LL4R

Rafíþróttaklúbburinn C3LL4R er starfseining innan Bungubrekku og heldur utan um allt skipulagt rafíþróttastarf og rafíþróttaæfingar. 


Rafíþróttaklúbburinn er með skipulagðar æfingar með föstum æfingahópum á föstum æfingatímum, eins og þekkist í öðrum íþróttum. Á öllum æfingum verður þjálfari sem heldur utan um æfingar og skipulag í kringum rafíþróttirnar. Rafíþróttaklúbburinn er með æfingar í T-verinu í kjallara Bungubrekku og stefnt er á að bjóða upp á fjölbreytta æfingahópa með mismunandi leikjum sem verða teknir fyrir með ákveðnum aldurshópum. 


Þegar æfingahópar úr rafíþróttaklúbbnum keppa á mótum eða spila leiki sem lið eða einstaklingar munu þau keppa undir formerkjum C3LL4R. 

Viðmið, stefna og markmið. 

Rafíþróttaklúbburinn C3LL4R starfar eftir gæðaviðmiðum Bungubrekku um almennt frístundastarf ásamt því að vinna eftir markmiðum Rafíþróttasamtaka Íslands. 


Þessi markmið eru að skapa umhverfi þar sem rafíþróttir eru gilt áhugamál sem ala með sér jákvæða ávinninga fyrir iðkendur svo sem samvinnu, samskiptahæfni, viðbragðsflýti, vandamálalausn og hvers konar líkamlega þjálfun sem stefnir að því að auka líkamlegt og andlegt atgervi, heilbrigði og hreysti ásamt fleiri ávinningum þegar þær eru stundaðar markvisst.

Uppsetning á æfingum

Rafíþróttaæfingar geta verið misjafnar eins og allar æfingar í öðrum íþróttum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig hefðbundin 90 mín æfing gæti litið út.

Kvenfélag Hveragerðis

Kvenfélag Hveragerðis á stóran heiður á því að frístundamiðstöðin Bungubrekka sé í þeirri stöðu að geta boðið upp á skipulagt rafíþróttastarf. Kvenfélag Hveragerðis styrkti verkefnið að koma upp viðunandi aðstöðu um 1.500.000 kr. Styrkurinn og áræðnin í Kvenfélagi Hveragerðis að fá upp aðstöðu fyrir rafíþróttir er það sem skilur á milli þess hvort verkefnið hefði verið gerlegt eða ekki. Við í Frístundamiðstöðinni erum óendanlega þakklát fyrir að Kvenfélagið hafi séð sömu tækifæri og við í að setja upp aðstöðu sem þessa.