Aðstaða - T-Verið

T-Verið

Vor og sumar 2023 fékk kjallarinn í húsnæði Bungubrekku yfirhalningu og sett var upp tölvuver með 10 tölvum og öllum viðeigandi búnaði. 


Tölvuverið verður kallað T-Verið og mun nýtast á fjölbreyttan hátt í það sem við í Frístundamiðstöðinni viljum kalla raf-frístundastarf. 


Þegar talað er um raf-frístundastarf eru rafíþróttir fremstar í flokki og verður T-Verið nýtt að mestu leyti undir skipulagt rafíþróttastarf fyrir unglinga og ungmenni! Ásamt því verður rýmið nýtt í fjölbreytt frístundastarf eins í félagsmiðstöðinni Skjálftaskjól, á námskeiðum í grafískri hönnun, stuttmyndagerð, hlaðvarpsgerð, mögulega í tölvukennslu í frístundaheimilinu og öllu öðru þar sem tölvubúnaður skiptir sköpum.

T-Verið - Eftir breytingar

Hægt að fletta og skoða fleiri myndir

Kjallarinn - Fyrir breytingar

Hægt að fletta og skoða fleiri myndir