Skólasel

FORELDRAR ATHUGIÐ

Vinsamlegast tilkynnið starfsmanni (“sendiherra”) þegar barn er sótt.
Sendiherrann skráir börnin inn og út úr Skólaselinu og er með aðstöðu í spilasmiðjunni, við hliðina á innra fataherberginu.

Frístundaheimilið Skólasel er fyrir nemendur í yngsta stigi Grunnskólans í Hveragerði (6-9 ára).

Það er opið frá því að skóladegi lýkur og til 17.00.

Símanúmer: 483 4095 (eftir kl. 12.00)
Netfang: skolasel@hveragerdi.is

Mikilvægt er að tilkynna um fjarveru samdægurs.

Allar helstu upplýsingar er að finna í Foreldrahandbók Skólasels.
Smelltu hér til að sækja Foreldrahandbókina (pdf).

Að sækja um pláss

Sótt er um pláss með því að fylla út umsóknareyðublað og senda á skolasel@hveragerdi.is

Smelltu hér til að sækja umsóknareyðublaðið (Excel-skal).

Sé óskað eftir breytingu á skráningu (t.d. að auka eða minnka dvalartíma) skal skila nýrri umsókn fyrir þann 20. viðkomandi mánaðar og taka breytingar þá gildi um næstu mánaðamót.

Mikilvægt er að fylla út alla reiti í umsókninni sem við á, svosem varðandi íþrótta- og frístundaiðkun, dvalartíma, ofnæmi og greiningar.

Athugið að sækja þarf sérstaklega um dvöl á frídögum Grunnskólans.

Skólaselið er í samstarfi við Tónlistarskólann og íþróttafélagið þannig að börnin geti sinnt tómstundum sínu samhliða veru sinni á skólaselstíma. Starfsfólk Skólaselsins sér um að senda börnin á réttum tíma í þær tómstundir sem þau stunda á Skólaselstíma.

Opnunartími er frá því að skóla lýkur og til kl. 17:00

Gjald er 230 kr. á klst. í Skólaselið og 150 kr.á dag fyrir síðdegishressingu (ATH – ekki rétt verð í foreldrahandbók!). Skráningar, breytingar á vistun og uppsagnir þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar og taka gildi um mánaðamót.

Markmið Skólaselsins eru:

  • að skapa börnunum öruggt, hlýlegt og notalegt umhverfi þar sem þau fá notið sín í leik og starfi.
  • Að gefa börnunum tækifæri til að leika í frjálsum leik með félögum sínum en þó í vernduðu umhverfi.
  • Að gera börnunum kleift að stunda tónlistarnám á viðverutíma.
  • Að gera börnunum kleift að stunda tómstundir á viðverutíma.
  • Að stuðla að því að börnin upplifi sig á jákvæðan hátt og fái aukið sjálfstraust.
  • Að efla hreyfi- og tjáningarfærni barnanna.
  • Að stuðla að því að börn upplifi íþróttir sem jákvæða og ánægjulega reynslu.

 

(Þessi síða er í vinnslu og verður uppfærð á næstu vikum.)