Söngkeppni Skjálftaskjóls

Þann 25. október nk. verður Söngkeppni Skjálftaskjóls haldin í Grunnskólanum í Hveragerði. Nemendum í 8.-10. bekk skólans er boðið að koma og horfa á, auk nánustu fjölskyldu þeirra sem taka þátt. Nú stendur yfir skráning keppenda. Þeir þurfa að vera í 8.-10. bekk grunnskólans. Skráning fer fram í félagsmiðstöðinni og lýkur 23. október. Það kvöld […]

Continue Reading

Leyfisbréf fyrir Lan (Skjálftaskjól)

Að kvöldi 19. október nk. verður lan-nótt í félagsmiðstöðinni, fyrir 8.-10. bekk. Húsið opnar kl. 21.00 á föstudeginum og lokar kl. 22.00 (eftir það á enginn að fara út úr húsinu nema um neyðartilfelli sé að ræða). Heimferð er kl. 08.00 á laugardeginum. Meginverkefni kvöldsins er að spila tölvuleiki á lani fram á nótt. Þess […]

Continue Reading

Dagskrá: Október (Skjálftaskjól)

Hér er dagskráin fyrir október 2018 í félagsmiðstöðinni Skjálftaskjól. Búið er að skipta matreiðsluklúbbnum í miðstiginu í hópa. Upplýsingar um hver er í hvaða hóp eru á lista sem er aðgengilegur í félagsmiðstöðinni og í heimast0fum miðstigsins í grunnskólanum.

Continue Reading

Félagsmiðstöðin opnar 11. september

Þriðjudaginn 11. september nk. verða sérstök opnunarkvöld í félagsmiðstöðinni Skjálfstaskjóli. Allir nemendur á mið- og unglingastigi Grunnskólans í Hveragerði eru hvattir til að mæta og kynna sér starfsemi félagsmiðstöðvarinnar. Opnunarkvöld fyrir nemendur í 5.-7. bekk verður klukkan 17.00 til 18.30, og fyrir nemendur í 8.-10. bekk klukkan 19.30 til 21.30. Opnunartími Skjálftaskjóls í vetur verður […]

Continue Reading