Skólaselsfréttir 3 – 2018

[4. 9. 2018. Sent á alla aðstandendur barna í Skólaselinu, sem eru skráðir með netfang]

Góðan dag.

Lengri opnun 10. september

Mánudaginn 10. september nk. er “lengri opnun” í Skólaselinu. Þá er foreldradagur í Grunnskólanum, en ekki hefðbundin kennsla, og því opið í Skólaselinu frá kl. 8 til 17.
Foreldrar sem vilja að barnið sitt komi í Skólasel þann dag þurfa að senda póst þess efnis (t.d. sem svar við þessum pósti) EIGI SÍÐAR en á hádegi fimmtudaginn 6. september (í þessari viku).
Reynslan sýnir okkur að aðeins hluti nemenda koma í Skólasel á frídögum skólans, og til þess að geta skipulagt mönnun og innkaup þurfum við að vita fjöldann fyrirfram.
Þann dag þurfa börnin að koma með nesti fyrir morgunhressingu (ATH – STRANGLEGA BANNAÐ að koma eitthvað sem inniheldur hnetur eða möndlur!) en starfsfólk Skólasels mun sjá um hádegismat og síðdegishressingu.
Athugið að greitt er sérstaklega fyrir lengri daga.

Klúbbastarf

Nú er klúbbastarf komið í gang fyrir 1. bekk. Að þessu sinni eru keyrðir tveir klúbbar – skrímslagerð og

útiklúbbur. Ekki völdu öll börn klúbb, og hafa þau val um það enda nóg annað fyrir stafni í Skólaselinu. Á morgun reikna ég með að senda tilkynningu til foreldra barna í útiklúbbnum varðandi fyrirhugaða hjólaferð.

Atvinna í boði
Eins og á öðrum frístundaheimilum er dálítið átak hjá okkur að fullmanna Skólasel þetta haustið. Við erum því að keyra á færra fólki en skipulag gerir ráð fyrir, sem óhjákvæmilega þýðir að við þurfum að meta það oft á dag hvernig kröftum okkar er best varið. Af þeim orsökum er ómögulegt fyrir okkur að sinna öllu sem við gætum annars sinnt. Um leið og ég þakka sýndan skilning á þeirri stöðu hvet ég ykkur til að kanna hvort ekki leynist öflugur starfsmaður meðal vina og vandamanna, sem væri til í ca. 50% starf með hressum krökkum. Umsóknir mega fara beint á undirritaða.
 
Þá er það ekki fleira í bili. Takk fyrir lesturinn 🙂
Elín.

Í tengdum fréttum:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *