Nesti í Skólaseli – ofnæmi og fleira

Þá daga sem ekki er hefðbundin kennsla í Grunnskólanum er lengri opnun í Skólaselinu (8-17). Þá sér starfsfólk um hádegismat og síðdegishressingu, en börnin þurfa sjálf að koma með morgunhressingu sem borðuð er öðrum megin við kl. 9.30.

MJÖG MIKILVÆGT er að foreldrar gæti þess vandlega að nestið innihaldi ekki hnetur eða möndlur, ekki einu sinni í snefilmagni, vegna barna með bráðaofnæmi.

Einnig er eggjaofnæmi til staðar, en það á ekki að koma í veg fyrir að börn komi t.d. með harðsoðin egg í nesti.

Síðdegishressingin sem boðið er upp á er áþekk, dag frá degi. 2-3 tegundir af brauði, viðbit og nokkrar áleggstegundir. Boðið er upp á vatn með matnum, og við erum að prófa núna að vera með þrjár tegundir af mjólk líka (léttmjólk, laktósafrí léttmjólk og haframjólk). Við reynum að passa að eiga alltaf til valkosti fyrir börn með glúten-óþol, mjólkuróþol o.þ.h., og því mikilvægt að fá upplýsingar þar að lútandi frá foreldrum.

Í dag eru 97 börn skráð í Skólaselið. Það er því mikill hamagangur í nestistímum. Eins og skipulagið er núna borðar 1. bekkur fyrst, svo 2. bekkur og loks 3. bekkur. Nestistíminn er því u.þ.b. frá 14.10 til 14.45 eða svo.

Í tengdum fréttum:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *